Hornbjarg

Fjögur horn

Ísland er næstum því ferhyrningur. Eyjan í Norður Atlantshafinu, milli Grænlands og Skotlands, upp á 100 þúsund ferkílómetra, er mjög vogskorinn, með Vestfirði sem skaga út eins höfuð á dreka. Ferhyrningurinn er formfagur, en ekki formfastur.  Fagurfræðilega, landfræðilega er landið heppið. Því fjögur hornin á landinu eru einstaklega falleg. Í norðvestri er Hornbjarg, á Hornströndum, einstakur staður. Í norðaustri er Rauðinúpur á Melrakkasléttu einn af mögnuðustu stöðum lýðveldisins. Síðan er það Vestrahorn á suðausturlandi. Staður sem hefur dregið að ferðamenn í fjölda ára, enda einstakur staður í alfaraleið, miðað við Hornbjarg og Rauðanúp. Í suðvestri er það Reykjanestá, rétt sunnan við Keflavíkurflugvöll, þar sem yfir 95 prósent af þeim sem sækja landið heim, lenda. Einstakur staður, þar sem bæði rok og nýlegt hraun ráða ríkjum. Þarna finnur maður land í mótun. Ísland verða til. 

Við Reykjanestá
Vestra Horn
Rauðinúpur

Ísland 02/10/2024 : A7R IV – FE 1.8/135mm GM, FE 1.2/50mm GM, FE 1.4/24mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0