Hér í Skerjafirði, suðvestan við flugvöllinn á fara byggja 1500 íbúðir í tveggja til fimm hæða húsum. Hverfið er ekki hugsað fyrir einkabílinn, heldur á að vera vistvænt og hjólavænt.

Flugvöllurinn í miðborginni

Frá endanum á norður- suður flugbrautinni á Reykjavíkurflugvelli og að Alþingishúsinu á Austurvelli eru aðeins 1.1 km / 0.68 mi í beinni línu. Auðvitað er frábært að vera með flugvöll í miðri borg, en vellinum fylgir auðvitað hávaðamengun, auk þess sem eitt besta byggingarland höfuðborgarinnar er í Vatnsmýrinni þar sem flugvöllurinn er nú staðsettur. Icelandic Times / Land og saga, ætlar ekki að blanda sér í þær áralangu og oft heitu umræður, með eða á móti hvort flugvöllurinn eigi að fara. En eitt er víst, enn er mikið líf í kringum flugvöllinn, sem Bretar byggðu í seinni heimsstyrjöldinni, og við íslendingar fengum afhentan í stríðslok. Í dag er flogið innanlands til sjö áfangastaða, og farþegafjöldi sem fer um flugvöllinn er um 300 þúsund, og hefur fækkað mikið undanfarin 10 – 15 ár, fyrst og fremst vegna þessa að vegakerfið er alltaf að batna, sem styttir ferðatímann út á land í bíl umtalsvert. Auk innanlandsflugsins eru þó nokkur fyrirtæki sem sinna útsýnisflugi með þyrlum og minni flugvélum staðsett á vellinum, auk Landhelgisgæslunar, en allar þrjár björgunarþyrlur gæslunnar eru staðsettar á Reykjavíkurflugvelli. Flestar einkaþotur sem koma til Íslands, lenda á Reykjavíkurflugvelli, enda er völlurinn í göngufæri við öll helstu og bestu hótel landsins.

Kanadísk herflugvél á Reykjavíkurflugvelli, nýtt hverfi Hlíðarendi í bakgrunni
Ein af þremur þyrlum Landhelgisgæslunnar í viðhaldi
Nýlentar einkaflugvélar á Reykjavíkurflugvelli
Kort af Reykjavík sem sýnir staðsetningu flugvallarins. (Grálitað neðarleg fyrir miðju)

Reykjavík 25/05/2022  07:14 – 08:44: A7C, A7R III : FE 2.5/40mm G : FE 2.8/100mm GM
Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0