Skjótt skipast veður í lofti, það er ekki hægt að spá hver verður næsti Forsætisráðherra, en vonandi kjósum við rétt þann 30. nóvember

Forsætisráðherrar í áttatíu ár

Það hafa ansi margir stjórnað landinu, verið Forsætisráðherra frá því við fengum sjálfstæði frá Danmörku fyrir áttatíu árum. Lang flestir hafa komið frá tveimur flokkum, Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokkum. Sá sem hefur gegnt embættinu lengst allra er Davíð Oddsson, í þrettán og hálft ár, frá apríl 1991 fram í september 2004. Skemmst í embætti er minnihlutastjórn Benedikts Gröndals, Alþýðuflokki, einungis tveir mánuðir frá október til desember 1979. Tvær konur, báðar af vinstri væng stjórnmálanna, Jóhanna Sigurðardóttir og Katrín Jakobsdóttir hafa starfað sem Forsætisráðherra. Einn Forsætisráðherra, Björn Þórðarson var utan flokka, en þegar Íslands varð sjálfstæð þjóð starfaði hér utanþingsstjórn, í hans forsæti, en Ólafur Thors Sjálfstæðisflokki tekur við af honum í október 1944. Og starfar hann með hléum sem Forsætisráðherra fram í nóvember 1963, þegar samflokksmaður hans Bjarni Benediktsson (eldri) tekur við embættinu. Alls hafa tuttugu og tveir einstaklingar verið Forsætisráðherrar, frá lýðveldisstofnun. Vænta má að eftir Alþingiskosningarnar sem fara fram eftir örfáar vikur, taki nýr einstaklingur við keflinu, en miklar sviptingar eru í skoðanakönnunum, og fylgið á mikilli hreyfingu.

Hannes Hafstein, fyrsti ráðherra Íslands, fyrir framan Stjórnarráðið, skrifstofu Forsætisráðherra í Lækjargötu, En hann tók við embættinu 1.febrúar 1904
Stjórnarráðið, skrifstofa Forsætisráðherra
Davíð Oddsson hefur setið lengst allra sem Forsætisráðherra, eða þrettán og hálft ár
Katrín Jakobsdóttir Forsætisráðherra frá 30. nóvember 2017 til 9. apríl 2024
Á Austurvelli, Alþingishúsið í bakgrunni
Ólafur Thors, Forsætisráðherra árið 1944

Ísland 21/10/2024 :  A7CR, RX1R II – FE 1.8/135 GM, 2.0/35mm Z
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0