Cannes

Frakkland / Ísland

Eitt af skemmtilegri orðum í íslensku er peysa. Paysan á frönsku er bóndi, en þegar frakkar verður sú erlenda þjóð sem sækir mest á íslandsmið að veiða þorsk, milli 1850 og 1914, eru milli 200-300 skútur staddar við íslandsstrendur frá maí fram í október, með hátt í fimm þúsund fiskimenn í skútum. Þegar komið er í land, bentu þeir á heimamenn, og spurðu á frönsku, paysan, eða bóndi. Bóndinn misskildi spurninguna hélt að væri verið að benda á peysuna, og orðið festist í íslensku máli.

Nice

Á þessum tíma komu frakkar sér upp bækistöðum, eins og í Reykjavík og Vestmannaeyjum, en Fáskrúðsfjörður austur á fjörðum var þeirra helsta bækistöð. Þar finnur maður enn fyrir frönskum áhrifum, enda voru þeir stórtækir, meðal annars reistu þeir þar myndarlegan spítala og kaþólska kapellu. Samskipti þjóðanna hafa verið góð og farsæl í gegnum aldirnar, í dag samkvæmt Ferðamálastofu voru frakkar árið 2023 fjórðu fjölmennustu ferðamennirnir sem komu til landsins, eða 99.208 talsins. Frakkland er okkar næst stærsti kaupandi sjávarafurða, en útflutningurinn þangað nam 40 milljörðum á síðasta ári, og hefur tvöfaldast á föstu verðlagi á tíu árum.

Marseille

Samkvæmt tölum frá Utanríkisráðuneytinu er Frakkland fjórði stærsti útflutningsmarkaður Íslands, en samtals var fluttar út vörur þangað fyrir 63 milljarða. Frakkland er í áttunda sæti með vörur sem við kaupum inn, við fluttum inn vörur fyrir 34 milljarða frá Frakklandi á síðasta ári. Menningarsamskipti milli þjóðanna hafa verið öflug í aldana rás, og eitt af fyrstu sendiráðum Íslands var stofnað í París árið 1946. Icelandic Times / Land & Saga brá undir sig betri fætinum, og heimsótti Frakkland, þessa miklu menningar og matarþjóð, hér eru nokkur sýnishorn.

Cannes
Cannes

 

Apt
Nice

Frakkland 19/09/2024 :  A7CR –  FE 1.2/50mm GM, FE 2.8/100mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0