Safnahúsið á Ísafirði, hannað af Guðjóni Samúelssyni og tekið í notkun fyrir 99 árum, sem sjúkrahús, sem kostaði rúmar 200 þúsund að byggja

Framtíðarfortíð á Ísafirði

Listasafn Ísafjarðar er staðsett í einu fegursta húsi landsins, gamla sjúkrahúsinu, sem í dag er Safnahús Ísafjarðar. Húsið er teiknað af Guðjóni Samúelssyni og vígt 17. júní 1925. Í dag eru fjölbreytt starfsemi í húsinu, Bókasafn, Héraðsjalasafn, Ljósmyndasafn og Listasafn, en þar stendur nú yfir sýninging Framtíðarfortíð  í samvinnu við Listasafn Íslands. Sýningin sem opnaði 17. júní, 99 árum eftur vígslu húsins, til að fagna 80 ára lýðveldisafmælinu, og fyrsta í röð sýninga Listasafns Íslands í samvinnu safna á landsbyggðinni. Valin hafa verið verk úr safneign Listasafns Íslands eftir listamenn sem velta fyrir sér hugtökum eins og sjálfstæði og sjálfsmynd þjóðar og hvað það þýðir að vera þjóð. Það eru fá söfn eða staðir til að skynja og skilja það en þarna í hjarta Ísafjarðar, höfuðstaðar Vestfjarða.

Bókasafn Ísafjarðar, er til húsa á sömu hæð og Listasafnið
Sýningin Framtíðarfortíð á Listasafni Ísafjarðar

Sýningin Framtíðarfortíð á Listasafni Ísafjarðar

Sýningin Framtíðarfortíð á Listasafni Ísafjarðar

Sýningin Framtíðarfortíð á Listasafni Ísafjarðar

Sýningin Framtíðarfortíð á Listasafni Ísafjarðar

Ísafjörður 24/07/2024 : A7C R, A7R IV – FE 2.8/100mm GM, FE 1.8/20mm G
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson