Hvar eru fallegast að keyra; fallegustu vegir landsins. Það eru fimm vegarspottar sem eru ógleymanlegir. Á þeim öllum skipta árstíðirnar ekki máli, koma manni alltaf jafn mikið á óvart. Hundrað kílómetra kaflinn á Hringvegi 1 milli Hafnar og Djúpavogs er magnaður, með sínar Þvottárskriður, þar sem austur- og suðurland mætast í Lónssveit. Eins er annar kafli á Hringveginum alltaf jafn spes, fimmtíu kílómetrarnir frá Vík í Mýrdal að Seljalandsfossi, þar sem hringvegurinn kyssir Eyjafjöllinn langleiðina. Síðan er það hringleiðin um Skaga, norður og vestur milli Skagafjarðar og Húnaflóa, hundrað kílómetra krókur frá Hringveginum. Frá Arnarstapa, og fyrir Snæfellsnes, að Rifi, í gegnum Snæfellsnesþjóðgarð er mögnuð leið, margt að sjá enda undir jökli, Snæfellsjökli alla sína 40 kílómetrana. Síðan en ekki síst er Dómadalsleið, hálendisvegur frá rétt norðan Búrfell og langleiðina inn í Landmannalaugar. Ótrúlega falleg leið fyrir stærri fjórhjóladrifna bíla. Á Dómadalsleið er hvorki bensín- eða hleðslustöð, bara ósnortin náttúra Íslands. Allir þessir vegakaflar eru opnir allan ársins hring, nema Dómadalsleið, sem er opin frá miðjum júní fram í lok september.
Ísland 26/05/2024 : RX1R II, A7R III, A7R IV – FE 2.8/100mm GM, FE 1.4/24mm GM, FE 1.8/135mm GM, 2.0/35mm Z – Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson