Fyrsti landnámsmaðurinn, Ingólfur Arnarson hafði sína fyrstu vetursetu í Ingólfshöfða, sunnan við hæsta og stærsta fjall Íslands, Öræfajökul árið 874. Enda er höfðinn nefndur eftir honum. Í dag, koma nær allar flugvélar frá Evrópu upp að landinu að Ingólfshöfða, en þar hefur verið flugviti síðan 1974 sem stýrir aðflugi til Íslands, ellefu hundruð og fimmtíu árum eftir komu Ingólfs á víkingaskipi í höfðann. Þessi 80 metra hái klettahöfði, sem var eyja þegar Ingólfur hafði þar dvöl, áður en hann settist að í Reykjavík, hefur verið friðlýstur í meira en hálfa öld. Ingólfshöfði rís upp á Skeiðarársandi á suðurströndinni, sjö kílómetrum sunnan við Fagurhólmsmýri við Hringveg 1. Engin vegur liggur í Ingólfshöfða, en Öræfaferðir bjóða fólki að komast þangað á heyvagni, til að skoða náttúruna, en fyrst og fremst fuglalífið sem er einstakt. Þarna kemst þú í návígi við bæði lunda og skúm, með ótrúlegt útsýni á Vatnajökul, eða eftir suðurströndinni, svo langt sem augað eygir. Og langt langt fyrir ofan, má sjá rák af þotu, hefja aðflug til Keflavíkur. Farþegar eflaust á leið til Íslands að hitta lunda eða langvíu í Ingólfshöfða.







Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
Austur-Skaftafellssýsla 15/04/2025 – RX1R II, A7R III : FE 1.4/85mm GM, 2.0/35mm Z, FE 1.8/135mm GM FE 200-600mm G