Gálgahraun í Álftanesi

Gálgahraun er sérstæð hraunspilda á Álftanesi, nyrst í Garðahrauni við botni Lambhúsatjarnar. Hraunið er komið úr Búrfelli ofan Hafnarfjarðar. Það er hluti af miklu hrauni sem þaðan rann fyrir um 8000 árum og nefnist einu nafni Búrfellshraun. Aðrir hlutar hraunsins eru t.d. Garðahraun og Hafnarfjarðarhraun. Gálgahraun er kennt við háan, klofinn hraundranga, Gálgaklett, þar sem sakamenn voru hengdir og dysjaðir. Þar var refsingarstaður þingsins í Kópavogi. Umboðsmaður Danakóngs á Bessastöðum hafði refsingarstaðinn svo til í túnjaðrinum hjá sér.

Gálgahraun er mjög sérstakt útlits, bæði úfið og hrikalegt. Talið er að glóandi hraunstraumur hafi runnið út á mýrlendi sem þarna hefur verið, suður af Lambhúsatjörn, og vatnsgufurnar hafi sprengt það allt sundur, gert í það gíga og stórar gjár, en hrúgað upp röðlum og klettum á öðrum stöðum. Í Gálgahrauni leynist að minnsta kosti einn hellir.

Jóhannes Kjarval málaði fleiri tugi málverka út í Gálgahrauni og eru sum þeirra talin með helstu meistaraverkum hans. Myndin hér að neðan málaði Jóhannes Kjarval 1955 og heitir Sólar  vetrarmynd úr gálgahrauni.

Myndin Jóhannes Kjarval 1955 og heitir Sólar  vetrarmynd úr gálgahrauni .
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0