Eins og vera í sveit, í miðri höfuðborginni

Gata Grettis Sterka

Grettisgata, næsta gata ofan við Laugaveginn í miðbæ Reykjavíkur er kennd við Grettir sterka Ásmundarson, aðalpersóna Grettissögu, sem var skrifuð á 13. öld. Grettir var mikill óeirðarmaður og skapstór. Í sögunni er honum svo lýst að hann hafi verið „ódæll í uppvexti sínum, fátalaður og óþýður, bellinn bæði í orðum og tiltektum. Grettir var fríður maður sýnum, breiðleitur og skammleitur, rauðhærður og freknóttur, og ekki bráðger meðan hann var á barnsaldri“. Grettir var aðeins 14 ára gamall þegar hann drap fyrst mann. Grettisgata sem liggur frá Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg / Vegamótastíg og að Utanríkisráðuneytinu við Rauðarárstíg og er 900 metra löng. Fyrstu húsin við götuna eru byggð vestast árið 1902, og er gatan fullbyggð að Snorrabraut, um 30 árum síðar. Í byrjun voru þetta lítil timburhús, svokölluð sveitserhús, en er það norskt byggingarlag sem barst til landsins kringum aldamótin 1900, og var aðlagað íslenskum aðstæðum. Eitt af því sem einkennir timburhúsabyggðina vestast á Grettisgötu er fjöldi bakhúsa, en þegar svæðið var að byggjast upp var byggt jafnt á fram- og baklóðum. Fyrir 1920, breytist síðan byggingarstíll Grettisgötu, þegar farið er að byggja stærri steinhús austar við götuna. Upp úr miðri síðustu öld, voru nokkur timburhúsanna rifin, og byggðir steinkumbaldar við götuna, þannig að ganga eftir Grettisgötunni má sjá marga byggingarstíla, allt frá því um 1900 fram til 1970.

 

Hér byrjar Grettisgatan við Vegamótastíg
Horft frá anddyri Utanríkisráðuneytisins vestur og upp Grettisgötu
Horft niður austasta kafla Grettisgötunnar, Utanríkisráðuneytið við enda götunnar
Hornið á Grettisgötu og Klapparstíg
Grettisgata við Snorrabraut
Bakgarður og Hallgrímskirkja í bakgrunni
Þakviðgerð á bakhúsi við Grettisgötu

Reykjavík 26/07/2022 :  A7C,  RX1R II : FE 1.4/24mm GM, 2.0/35mm Z
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

 

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0