Glerperlugerð að hætti víkinga og perlufestasmiðja

Á Landnámssýningunni mun glerblásarinn Fanndís Huld Valdimarsdóttir sýna krökkum hvernig gler er brætt og mótað í perlur yfir opnum eldi. Hún notar bæði nýjar aðferðir og gamlar að hætti víkinga og er tilbúin að spjalla við krakkana og segja þeim frá þessu gamla handbragði. Á víkingatímanum var mikið stöðutákn að eiga fagrar glerperlur og þær voru afar verðmætur gjaldmiðill. Slíkar perlur finnast oft í uppgreftri, til dæmis í heiðnum gröfum.

Í kjölfarið geta krakkarnir sest niður og búið til perlufestar eða armbönd að eigin smekk. Gott úrval af litríkum perlum verður í boði. Allt hráefni verður á staðnum og er smiðjan þátttakendum að kostnaðarlausu.

Frítt verður inn á safnið fyrir fullorðna í fylgd með börnum á meðan á smiðju stendur, en dagskráin er hluti af Barnamenningarhátíð í Reykjavík sem á þessu ári stendur yfir frá maí fram í ágúst.

Landnámssýningin í Reykjavík er hluti af Borgarsögusafni, eitt safn á fimm frábærum stöðum.

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0