Mælifell

Hætta!

Jarðvísindamenn telja að það sé hætta á að enn eitt eldgosið hefjist fljótlega við Grindavík / Bláa lónið. Hætta sem hefur verið yfirvofandi síðan síðasta eldgosi lauk þar þann áttunda desember 2024, eftir 18 daga eldgos. En eldgosin á Sundhnúkagígaröðin eru nú orðin sjö, á tæpu ári. Líklega hættir þessi eldgosahrina þarna fljótlega. Hvort haldi áfram að gjósa á Reykjanesi, þá annars staðar er líklegra en ekki. Ísland er auðvitað eldfjallaeyja á virkri sprungu, hér koma nokkrar ljósmyndir sem sýna Ísland eins og það er, land í mótun. 
Eldsumbrotin á Reykjanesi á síðasta ári
Mælifell
Mælifell
Vegurinn í Laka
Ódáðahraun
Hverarönd, við Mývatn
Gjálp í Vatnajökli 1996
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
Ísland 15/03/2025 : A7R IV + Hasselblad & Leica : FE 1.4/85mm GM + Zeiss & Leica