Sjóminjasafnið í Reykjavík opnaði í júní 2005, í fyrrum húsnæði fiskverkunnar BÚR ( Bæjarútgerðar Reykjavíkur ) út í Örfirisey, við Reykjavíkurhöfn. Safnið er nú hluti af Borgarsögusöfnum höfuðborgarinnar sem voru sameinuð árið 2014. Í dag er alvöru sýning í gangi, Fiskur og fólk – sjósókn í 150 ár, sýning sem er einskonar hjartsláttur af því sem Ísland er í dag. Sjávarútvegurinn bjó til útflutningstekjur á fyrri part síðustu aldar, sem sköpuðu það nútímasamfélag sem Ísland er í dag. Nú er hann um þriðjungur af útflutningstekjum landsins. Hinir tveir þriðjungarnir eru ferðaþjónusta og sala á hreinni orku til álvera.
Reykjavík 14/11/2021 13:31 – A7C : FE 2.5/40mm G
Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson