Hólar í Hjaltadal

Heim að Hólum

Hólar í Hjaltadal í Skagafirði, er biskupssetur, kirkjustaður, háskólaþorp. Þar var settur biskupsstóll árið 1106 þegar Norðlendingar kröfðust þess að fá biskupssetur, og biskup til mótvægis við Skálholt í Biskupstungum. Hólabiskupar voru 23 í kaþólskum sið, og 13 lúterskir, sá síðasti var Sigurður Stefánsson biskup frá 1789 til dauðadags 1798, en eftir andlát hans voru biskupsdæmin tvö sameinuð, og skólinn fluttur suður til Reykjavíkur. Hólar voru í raun höfuðstaður og helsta menningarsetur Norðurlands frá upphafi 12. aldar til upphafs 19. aldar. Frá 2003 hefur verið nám á háskólastigi í Háskólanum á Hólum, í ferðamálafræði, fiskeldis- og fiskalíffræðideild og hestafræðideild. Vígslubiskup hefur setið á Hólum síðan 1986, núverandi vígslubiskup er séra Gísli Gunnarsson. 

Nýibær á Hólum, reistur af Benedikt Vigfússyni prófasti árið 1854
Steinkirkjan á Hólum, byggð í biskupstíð Gísla Magnússonar 1755-1779, sjöunda kirkjan sem stendur á Hólum, og fimmta dómkirkjan
Stytta af biskupnum Guðmundi Arasyni hinum góða (1161-1237) Hólabiskup frá 1202 kjörin, vígður í Niðarósi 1203, til dauðadags, á Hólum

Skagafjörður : 24/09/2022 : A7R IV, A7C – FE 1.4/24mm GM, FE 1.2/50mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

 

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0