Hestur er fjall í Ísafjarðardjúpi á milli við Hestfjarðar og Seyðisfjarðar.Hestur er fjall í Ísafjarðardjúpi á milli við Hestfjarðar og Seyðisfjarðar.
Hestfjörður er mjór og langur fjörður, um 15 km, í sunnanverðu Ísafjarðardjúpi. Næsti fjörður úr norðvestri er Seyðisfjörður en svipmikið fjall, Hestur , skilur firðina að. Til suðurs er Skötufjörður en Hvítanes heitir á milli hans og Hestfjarðar. Undirlendi er lítið í Hestfirði og fjallshlíðar beggja megin fjarðarins eru brattar í sjó fram. Samgöngur hafa löngum verið erfiðar í firðinum og lá sá hluti Djúpvegarins, sem síðast var lagður, um fjörðinn.
Fyrsti rækjumiðin við Ísland fundust árið 1927 í Hestfirði. Við mynni hans og Skötufjarðar er eyjan Vigur, næststærsta eyjan á Ísafjarðardjúpi.