Frá sýningu Hildigunnar Birgisdóttur á Feneyja tvíæringnum

Hildigunnur í Feneyjum

Feneyja tvíæringurinn er fyrsta og stærsta listasýning veraldar. Í ár er hún haldin í sextugasta sinn, frá árinu 1895, en í heimstyrjöldunum tveim var auðvitað engin tvíæringur. Tvíæringuringur er opin frá apríl og fram í október. Fyrir hundrað þrjátíu og og einu ári sóttu tæplega 200 þúsund þennann listaviðburð. Í ár er búist við vel yfir 2 milljónum að sjá og upplifa það besta í myndlist í dag. Enda eru þetta Ólympíuleikar myndlistarmanna, þar sem þjóðir heims keppa um besta framlagið.

Íslenski skálinn

Ástralía vann í ár, með ættartöluverki, sterkt verk sem þarfnast bæði tíma og hyggjuvits að njóta og skoða. Best þótti mér Þýski skalinn, bar af, en Ítalía, Egyptaland, Ítalía og Benín, voru nokkrum hænuskrefum á eftir. Eins var Japan, Danmörk með Grænlandsþema skammt undan. Bandaríkin, Sviss, Holland og Frakkland voru líka með mjög áhugaverða skála. Fulltrúi Íslands var Hildigunnur Birgisdóttir, með sýninguna,

Gondólar á leið frá tvíæringnum

 Þetta er mjög stór tala (Commerzbau). Sýningu sem vekur okkur til umhugsunar um hugmyndir okkar um fegurð, virði og notagildi í samhengi alþjóðlegs listviðburðar. Hildigunnur er þekkt fyrir blæbrigðaríka listsköpun sem lítur gagnrýnum augum á hnattræn framleiðslu- og útflutningskerfi og á undarlegt lífshlaup varanna sem þau geta af sér.

Flatbökustaður í Feneyjum

Í verkum sínum dregur Hildigunnur athygli að hinu smáa, einnota hlutunum sem gjarnan eru fjöldaframleiddir fylgihlutir neyslumenningar: umbúðum, verðmiðum, merkingum og upplýsingakerfum. Hún gefur þessum hlutum ný hlutverk, umbreytir virði þeirra og merkingu algerlega þannig að hægt sé að upplifa þá aftengda uppruna sínum. Um efnistök sín segir Hildigunnur: „Óheppilegar afurðir neysluhyggju eru efniviðurinn og manngerð kerfi eru áhöldin.” Auðvitað er umgjörð Feneyja tvíærings einstök. Í einstakri borg, sem á engan sinn líkan. Hér koma myndir frá tvíæringnum, og auðvitað borginni sem hýsir þennan einstaka viðburð.

Canal Grade Feneyjum
Sýningarsvæðin eru risa risa stór
Ítalski skálinn
Litmynd úr Þýska skálanum
Gestur frá París, á Feneyja tvíæringnum
Þvottur sóttur
Sjálfa Feneyjum
Tveir skipsstórar í Feneyjum

Feneyjar 09/06/2024 : A7C R / FE 2.5/40mm G, FE 1.4/24mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson