Horft í vestur yfir Hljómskálagarðinn, Þjóðminjasafn Íslands  má sjá á miðri mynd, og glittir í Háskóla Íslands lengst til vinstri.

Hlátur hljómar úr Hljómskálagarðinum

Hljómskálagarðurinn við suðurenda Tjarnarnarinnar er með stærri almenningsgörðum í Reykjavík. Á góðviðrisdögum eins og í gær, er þar múgur og margmenni að njóta veðurblíðunnar í garðinum, fylgjast með fuglalífinu, sóla sig eða leika sér í leiktækjunum, sem er haganlega komið fyrir í suðurenda garðsins. Hljómskálagarðurinn varð til árið 1923, sama ár og Hljómskálinn var reistur í norðaustur horni garðsins. Hann hefur verið í nær heila öld æfingastaður reykvískra lúðrasveita. Fuglalífið við Tjörnina hefur verið friðað frá 1919 en fram að því hafði svæðið verið vinsælt meðal skotveiðimanna. Einkennistegundir Tjarnarinnar hafa lengstum verið gæsir, álftir og endur. Fimm andategundir verpa reglulega við Tjörnina. Þar er stokkönd algengust og mest áberandi. Síðan verpir nokkuð af Kríu í hólmanum í Þorfinnstjörn í miðjum Hljómskálagarðinum.

Reykjavík 13/08/2021  13:46 : A7RIV 1.4/35mm GM
Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0