Þorsteinn Einarsson Human Comfort

Andfélagslegur og kynlaus

Þorsteinn Einarsson

Fréttablaðið, 30. okt. 2008 04:00    Úrval laga hlustið hér
Andfélagslegur og kynlaus mynd Fyrsta plata hljómsveitar Steina, Human Comfort, er komin út.

„Þessi karakter sem ég er að búa til er andfélagslegur og kynlaus, sem eru eiginleikar sem pandabirnir hafa,“ segir Þorsteinn Einarsson, forsprakki poppsveitarinnar Steini. Ný plata hennar, Human Comfort, er komin út og á umslaginu er mynd af pandabirni. Segir Þorsteinn hana tilvísun í þetta „alteregó“ hans sem syngur á plötunni.

Tólf lög eru á henni, þar af fjögur sem komu út á fyrstu plötu Steina sem kom út í fyrra. Fyrr á árinu vann hljómsveitin keppnina Þorskastríðið sem útgáfufyrirtækið Cod Music stóð fyrir og í framhaldinu varð þessi nýja plata að veruleika. „Þetta byrjaði sem einstaklingsverkefni þegar ég gerði demó fyrir tveimur árum. Núna hafa tveir bæst við hljómsveitina, þeir Ásgeir Ásgeirsson gítarleikari og Pétur Sigurðsson bassaleikari. „Ég er með stórkostlega tónlistarmenn með mér,“ segir Þorsteinn, sem er undir áhrifum frá sjötta áratugnum í tónlist sinni. „Eddie Cochran og Alice Cooper, þetta er blanda af þeim tveimur. Alice Cooper útlitslega og Eddie Cochran tónlistarlega.“

Útgáfutónleikar með Steina eru fyrirhugaðir á næstunni og þar verður sýnd heimildarmynd um sveitina sem Þorsteinn bjó til í Kvikmyndaskóla Íslands. Einnig hefur Þorsteinn gert nokkur myndbönd með sveitinni sem hægt er að skoða á Youtube. – fb

Sjá video hér

Úrval laga hlustið hér

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0