Húsið hennar Torfhildar, sem var byggt á Laugavegi 36 árið 1896 og flutt í vesturbæinn árið 2015 og endurgert.Torfhildur Þorsteinsdóttir rithöfundur, seinna Hólm, var merkileg kona, fædd á Kálfafellsstað í Austur – Skaftafellssýslu árið 1845. Hún bjó í þessu húsi (á myndunum) sem var reist var við Laugaveg 36 árið 1896, frá árinu 1898 þegar hún kaupir húsið, þangað til hún lést úr Spænsku veikinni tuttugu árum síðar árið 1918. Torfhildur varð fyrsti Íslendingurinn sem gerðist atvinnurithöfundur. Hún var einnig fyrst kvenna til að hljóta styrk frá Alþingi Íslendinga, og var hann upp á 500 krónur. Hins vegar voru ekki allir sáttir við að kona fengi skáldastyrk, var styrkurinn því lækkaður niður í 200 krónur og kallaður eknastyrkur. Enda Torfhildur ekja, hún hafði gifst Jakobi Hólm kaupmanni á Skagaströnd 1874, en hann lést ári síðar. Torfhildur var fyrsti íslendingurinn til að skrifa sögulegar skáldsögur. Hún skrifaði í húsinu á Laugaveginum m.a. skáldsögur um biskupana tvo Jón Vídalín og Benedikt Sveinsson. Þá var hún fyrst íslendinga til að ritstýra tímaritum, en Torfhildur gaf út tímaritið Draupni árin 1891-1908, Tíbrá ársrit fyrir börn 1892 -1894 og tímaritið Dvöl, sem kom út mánaðarlega frá 1901 til dauðadags.
Bakararnir Guðmundur Ólafsson og Stefán Sandholt keyptu síðan húsið 1925, og þegar þeir reisa veglega byggingu sem enn hýsir Sandholt bakaríið á Laugaveginum árið 1936 er húsið flutt inn á bakhluta lóðarinnar, og lyft upp á steypta hæð. Húsið var ekki í góðu standi 2015, þegar heimilt var að byggja hótel á bakhluta lóðarinnar, húsið fyrir í þeirri framkvæmd. Reykjavíkurborg og Minjavernd gerðu því samkomulag um að flytja þetta sögulega hús og endurgera. Húsinu hennar Torfhildar eða bakaranna var því fundin framtíðarstaður við Starhagan í vesturbænum, og breytt lítillega af Argos arkitektastofu. Hús Torfhildar er nú í einkaeign, steinsnar frá flugbrautarendanum á Reykjavíkurflugvelli.
Reykjavík 28/07/2022 : A7R III, RX1R II : FE 1.8/135mm GM, 2.0/35mm Z
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson