Upptök Hvítár í Hvítárvatni undir Langjökli

Hvít á

Hvítá í Árnessýslu (á suðurlandi) er þriðja lengsta á landsins, 185 km löng frá upptökum í Hvítárvatni undir Langjökli og Kerlingafjöllum við Hofsjökul, til árósa í Ölfusá rétt vestan við Eyrarbakka. Það er er engin á eða spræna á landinu sem fleiri heimsækja en einmitt Hvítá, hún er hluti af gullna þríhyrningnum, Þingvöllum, Geysi og Gullfossi sem er höfuðprýði Hvítár. Þjórsá er lengst, kemur upp norður á Sprengisandi, og dregur vatn sitt frá bæði Vatnajökli og Hofsjökli eins og Hvítá. Árósar Þjórsár eru 25 km austar en Ölfusá,  vestan við Þykkvabæinn. Jökulsá á Fjöllum er næst lengst, hún kemur fram undan norðanverðum Vatnajökli og Kverkfjöllum sem kyssa jökulinn, og rennur síðan norður eftir hálendinu út í Öxarfjörð. Í Jökulsá á Fjöllum er auðvitað Dettifoss, kraftmesti foss álfunnar. Síðan er það stóra spurningin, hver er fallegri, meiri upplifun að sjá og skoða, Dettifoss eða Gullfoss. Eigum við ekki bara að sættast á stórmeistara jafntefli eins og í skák.

 

Brúarárfoss, í Brúará ein af mörgum ám sem renna í Hvítá.

 

Hinn eini sanni Gullfoss

 

Ein af þremur (5 ef Ölfusá er talin með) brúm yfir Hvítá, þessi er við Laugarás, rétt austan við Skálholt.

 

Árnessýsla 2021/2022 : A7RIV, A7R III, FE 1.2/50mm GM / FE 1.4/85mm GM / FE 2.8/100mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0