Verið að troða, undirbúa fyrir opnun svæðisins í dag, en svæðið hefur verið opið í sex daga á þessari skíðaverðtíð.

Hvítt í Bláfjöllum

Skíðasvæði Reykjavíkur í Bláfjöllum er aðeins í 30 km / 18 mi fjarlægð frá miðborginni. Í venjulegu árferði er skíðasvæðið opið í um 60 daga, og svæðið heimsækja um 90.000 manns á ári. Á bestu dögum, oft í kringum páska eru um 6.000 manns á svæðinu, á brettum, skíðum og gönguskíðum. Ásýnd svæðisins á eftir breytast mikið næsta vetur, tvær fullkomnar lyftur hafa verið keyptar og verða settar upp í sumar, auk fullkomins búnaðar til snjóframleiðslu. Það eru semsagt bjartir tímar framundan hjá útivistarfólki á höfuðborgarsvæðinu. 

Þessi mætti snemma, en göngusvæðið í Bláfjöllum er alveg til fyrirmyndar, með troðnar brautir í fjölmörgum vegalengdum, fyrir getu og úthald allra.

Bláfjöll 27/12/2021  11:42 12:02 – A7C & A7RIII : FE 2.5/40mm G & FE 200-600 G
Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0