Hornið á Klapparstíg og Laugavegi, horft í áttina að Skólavörðustíg

Í hjarta Reykjavíkur

Klapparstígur er ein af skemmtilegustu og fjölbreyttustu götum Reykjavíkur. Gatan liggur frá Skúlagötu í suður upp að Skólavörðustíg. Klapparstígur er fyrsta gatan í Skuggahverfinu, og var gatan lögð veturinn 1877 -1878, að beiðni íbúa hverfisins. Gatan lá frá Klappavör, sem var stór útróðrarstaður við smábýlið Klöpp, og upp á Laugaveg. Fékk gatan nafnið í fyrstu nafnið Skuggahverfisvegur, en fljótlega fóru Reykvíkingar að kalla götuna Klapparstíg, og hefur gatan opinberlega heitið því nafni síðan 1883. Ári áður hafði gatan verið lengd, alla leið upp að Skólavörðustíg. Í dag er gatan með líflegasta móti, enda eru hátt í fimmtán veitingahús og barir við þessa tæplega 500 metra löngu götu í miðju Skuggahverfinu, mitt í hjarta Reykjavíkur.

Fallegur garður við Klapparstíg
Hornið á Klapparstíg og Lindargötu
Hér byrjar Klapparstígur við Skólavörðustíg, horft í norður
Á horni Klapparstígs og Grettisgötu.
Hornið á Klapparstíg og Laugavegi
Vestari hluti Klapparstígs fyrir neðan Laugaveg.
Útstilling hjá Bókinni, fornbókaverslun á horni Klapparstígs og Hverfisgötu
Hornið á Klapparstíg og Hverfisgötu
Hér byrjar Klapparstígur við Skúlagötu, horft í suður

Reykjavík 02/06/2024 : A7C R, RX1R II – FE 1.4/24mm GM, 2.0/35mm Z
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson