Hveravellir

Jöklar

Jöklar þekja 11% Íslands, stærstur, lang stærstur er Vatnajökull, sem er 8100 ferkm, eða um 75% af flatarmáli jökla landsins. Næst stærstur er Langjökull, vestasti stór jökulinn, og tilheyrir má segja þremur landsfjórðungum, vestur, suður og norðurlandi. Úr Langjökli renna tvær stórar ár, Hvítá (í Borgarfirði) og Hvítá, með Gullfossi í uppsveit Biskupstungna. Aðrar stórar ár sem eiga upptök sín að hluta úr jöklinum, er Vatnsdalsá, og Blanda. Tvær stórar eldstöðvar eru undir jöklinum. Hallmundarhraun, kom úr gosi í vestanverðum jöklinum, rétt eftir landnám, eldgos sem varði í nokkur ár, enda er heildarlengd hraunsins frá Langjökli 52 km, og flatarmálið rétt rúmlega 200 ferkm. Nokkrir af stærstu hellum landsins er í hrauninu. Langjökull er ekki hár jökull, hæsti punktur jökulsins eru bara rúmir 1300 metrar yfir sjávarmáli. Þó jökulinn sé ekki hár, er Langjökull, lang næst stærstur. 

.

Á Langjökli, Kjölur í fjarska
Langjökull frá Kili
Jarnhettur við sporð jökulsins
Á Hveravöllum, Langjökull í fjarska
Horft í norður, að hábungu Langjökuls
Hvítárvatn og Langjökull
Langjökull frá Kaldadal milli Þingvalla og Borgarfjarðar
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
Langjökull 24/03/2025 – A7R IV, RX1R II : FE 2.8/100mm GM, FE 1.2/50mm GM, 2.0/35mm Z, FE 1.8/135mm GM, FE 1.4/24mm GM