Jöklar þekja um 11% af flatarmáli Íslands. Þeirra stærstur er Vatnajökull, sem þekur 8% landsins, hann er stærsti jökull í heimi utan heimskautanna tveggja. Stærstu jöklarnir er að finna á sunnanverðu landinu, ástæðan er að mun meiri úrkoma þar en á norðurhluta landsins. Hátt í fjórðungur af heildarúrkomu landsins fellur á jöklana, sem allir eru þíðjöklar.
Margar af stærstu og öflugustu eldstöðvum landsins eru undir jöklum, eins og Katla í Mýrdalsjökli, Eyjafjallajökull, Snæfellsjökull, og Grímsvötn, Bárðarbunga og Öræfajökull, allt eldstöðvar í Vatnajökli.
Jöklarnir er heill heimur, heillandi heimur sem best er að skoða að vetri til. Icelandic Times / Land & Saga býður ykkur smá í jöklaferð… svo þig getið látið ykkur dreyma, skipulagt næstu ferð, auðvitað á, að eða undir jökul.
Austur & Vestur Skaftafellssýslur 2019/2022 : A7R III, RX1R II : FE 1.8/135m GM, 2.0/35mm Z
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson