Það glittir í hús við árósa Keflavíkurár. Gjögurfjall að vestan og Hnjáfjall að austan loka Keflavíkina af.

Keflavík nyrðri – Þar vantar flugvöll

Fjörður er eyðisveit á Gjögurskaga, skaganum milli Eyjafjarðar og Skjálfandaflóa, sem fer í eyði árið 1944. Keflavík og Keflavíkurdalur á myndinni er vestasti parturinn í Fjörðum. Í Keflavík var samnefndur bóndabær, sem þótti næst-afskekktasti bær á landinu, eftir Hvanndölum hinu megin við Eyjafjörð. Keflavík fór í eyði árið 1906 en bærinn hafði verið í byggð í yfir þúsund ár, eða frá landnámsöld. Fjörður er eitt allra snjóþyngsta svæði á Íslandi. Samgöngur á vetri til eru vonlausar og á sumrin eru brött fjöllin og hamraveggir sem skilja að víkur og firði og nær ókleyf. Síðasti ábúandinn í Keflavík, Geirfinnur Magnússon átti einn frægasta hest Íslandssögunnar, merina Keflavíkur-Jörp.

Keflavík 28/08/2021 10:29 : A7R IV / FE 1.2/50mm GM
Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0