Sólin rétt skríður upp yfir sjóndeildarhringinn á Reykjanesi klukkan tólf í dag. Fjallið Keilir fyrir miðri mynd.

Klukkan 12

Hér í höfuðborginni fáum við bara fjóra tíma og sjö mínútur af fullri dagsbirtu í dag, stysta dag ársins. Það er þó helmingi lengri tími en íbúar Grímseyjar, nyrstu byggðar Íslands njóta, en sólin kemur þar upp klukkan 12:05 og er sest 14:16, þeir fá því ekki nema rúma tvo tíma af birtu. Dagurinn á morgun verður ellefu sekúndum lengri en í dag, og eftir tíu daga, á síðasta degi ársins hefur daginn lengt í höfuðborginni um tvær mínútur og fjörutíu sekúndur. Eftir þrjá mánuði, þann 21 mars er dagur og nótt jafn löng, eða 12 tímar hvor um sig. Já það er bjart framundan. 

Reykjanes 21/12/2021  12:01 – A7R IV : FE 1.2/50mm GM
Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0