Seglskútan Þerna að leika sér í Hafnarfjarðarhöfn

Komið vor?

Það var mikil stemning í Hafnarfjarðarhöfn í morgun. Trillur að fara á grásleppu eða skak, að veiða þann gula, þorsk. Tvær seglskútur voru í og við höfnina, að rifja upp handtökin eftir langan vetur. Þarna voru trillukarlar að mála, skipta um olíu, eða bara spjalla um daginn og veginn. Stærstu framkvæmdaverkefni Hafnarfjarðarhafnar í ár, er framhald orkuskipta með öflugum tengibúnaði bæði á Hvaleyrar- og Suðurbakka. Verður þá hægt að tengja bæði frystiskip, fraktskip og farþegaskip í landtengingu frá og með miðju sumri. Þetta er fjárfesting upp á tæpar 300 milljónir. Rúmlega 40 þúsund tonn af fiski var landað í Hafnarfjarðarhöfn á síðasta ári.

Gengið úr Vestra, fyrir framan Hafrannsóknastofnun, sem er staðsett við Hafnarfjarðarhöfn
Þau eru misstór skipin í Hafnarfjarðarhöfn
Guðrún að sigla út úr höfninni, að fara á skak í góða veðrinu.

Hafnarfjörður  02/04/2022 : 09:55 – 10:53 :  A7R IV  – A7C : FE 1.8/135mm GM – FE 1.8/20mm G
Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson