Stuðlagil, Jökulsá á Dal

Lítið en stórt

Ísland er ekki stórt land, en sérstakt. Það er stutt milli staða og landslagið síbreytilegt. Það er það sem gerir landið svo einstakt. Þegar ekið er um sléttur Kanada og Bandaríkjanna, eða flogið yfir Síberíu eru engar breytingar á landslagi eða staðháttum klukkustundum saman. Hér breytist allt á örskotsstundu. Það er gerlegt að keyra hringinn í kringum Ísland á sólarhring. Það sér maður bara landslagið, fjöll og fossa sem hverfa jafnharðan, upplifir ekkert. Til að upplifa Ísland, fara hringinn, bæta við Vestfjörðum og Melrakkasléttu þarf maður tíu daga, hið minnsta. Ef hálendið á að taka með, vika í viðbót. Þá er maður rétt búin að sjá Íslands, fá tilfinningu hvar og hvert manni langar næst; til að dvelja, til að upplifa. Hér koma myndir af stöðum, stöðum sem þarf að gefa sér tíma til njóta, og til að koma aftur…. og aftur, eins og norður í Ásbyrgi, en þangað eru rúmir sjö tímar í akstri frá höfuðborginni.   
Hjarta Ísafjarðar
Öræfajökull frá Síðu, sunnan Kirkjubæjarklausturs
Ljótipollur, Friðlandi að Fjallabaki
Ásbyrgi, en flestir sem hafa tekið hringinn, vilja meina að Ásbyrgi með Melrakkasléttu sé fallegasta landsvæði landsins
Hverahrúður, Kerlingafjöllum
Í Mosfellsdal
 
Ísland 14/02/2025 :  A7C R, A7R III, A7R IV, RX1R II – FE 1.8/135mm GM, FE 1.4/24mm GM, FE 1.2/50mm GM, 2.0/35mm Z – Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson