Ljós og litir

Hús við þröngar götur mega ekki vera dökk, vegna birtu andbýlinganna og birtunnar í götunni yfirleitt, sagði Sigurður Guðmundsson arkitekt árið 1939. Á göngu um miðbæinn fékk Eyjólfur Pálsson stofnandi hönnunar verslunarinnar Epals, hugmynd að Litaspjaldi sögunnar, sýnishorn að litavali á fullorðnum húsum, bók sem gefin var út nýlega. Fallegt verkefni. Þar segir Eyjólfur í formála; Litir hafa áhrif á líðan okkar. Þeir móta skynjun okkar á umhverfinu og hafa bein áhrif á tilfinningalífið. Litasamsetningar eru breytilegar, fara eftir tíðaranda, tísku og smekk, og endurspegla þannig menningu okkar og sögu. 

Litrík Reykjavík

Litrík Reykjavík

Íslendingar hafa verið óhræddir við breytingar og sá eiginleiki endurspeglast gjarnan í því hvernig við málum húsin okkar. Sumir sjá liti húsa sem táknmynd einstaklingsfrelsis og mála í skærum litum sem kalla á augað eða tefla saman ólíklegustu litum. En oft tekst vel til og litavalið undirstrikar stíl og svipmót byggingarinnar, það gleður augað og eykur gildi hússins og umhverfisins.

Litrík Reykjavík

Nú þegar jafndægur er að vori, og Icelandic Times / Land & Saga hélt niður í miðbæ til að fanga liti húsa höfuðborgarbúa. 

Litrík Reykjavík
Litrík Reykjavík


Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Reykjavík 22/03/2025 – A7C R : FE 2.8/100mm GM