Það eru fá jafn glögg landamæri á Íslandi og Lómagnúpur. Þarna endar suðurland, og austurland, eystri helmingur landsins byrjar. Þessi núpur, fjall rís tæplega 800 metra upp af vestanverðum Skeiðarársandi. Frá Lómagnúpi, sem er tiltölulega auðveldur uppgöngu er frábært útsýni austur yfir Skeiðarársand yfir Skeiðarárjökul, að Grímsvötnum og á hæsta tind landsins, Hvannadalshnjúk í Öræfajökli. Lómagnúpur sést, þegar vel viðrar rétt austan við Vík, eða rétt vestan Fagurhólsmýri.
Lómagnúpur
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
Reykjavík 13/05/2023 : RX1R II A7R IV : 2.0/35mm Z, FE 1.8/135mm GM, FE 1.4/24mm GM