Á þrjátíu ára tímabili, frá 1991 til 2020 voru að meðaltali 55 alhvítir dagar í Reykjavík, samkvæmt gögnum Veðurstofu Íslands. Meðalhitinn í Reykjavík á síðasta ári var 5,4°C / 41.72°F og er það 0.2°C stigum yfir meðaltali síðustu 30 ára. Fyrir norðan, á Akureyri var meðalhitinn 4,6°C / 40.28°F sem er 0.4°C yfir meðaltali áranna 1991 til 2020. Hæstur meðalhiti á veðurstöð á Íslandi er á Vatnsskarðshólum hjá Vík í Mýrdal, 6.0°C / 42.98°F, lægstur er hann á Hveravöllum á Kili, á hálendinu milli Árnessýslu og Húnavatnssýslna, er árs meðalhitinn þar er rétt yfir frostmark, eða 0,2°C / 32.36°F gráður. Hæsti hiti síðasta árs mældist 29,4°C / 84.92°F á Hallormsstað fyrir austan. Mesta frost ársins 2021 var á Svartárkoti í Bárðardal, fyrir norðan, -25.3°C / -13.54°F. Mestur hiti í Reykjavík á síðasta ári var 20,9°C / 69.62°F og kuldi -9.8°C / 14.36°F.
Reykjavík 11/02/2022 10:24-11:00 – A7R III : FE 200-600 G
Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson