Nú um miðjan júní, þegar dagurinn er lengstur, er gjöfult að snúa sólarhringnum við. Ferðast um landið, sofa á daginn og upplifa nóttina, sem er ekki nótt, endalaus morgunn. Hvar er best að upplifa þessar löngu nætur, auðvitað fyrir norðan, á Melrakkasléttu, á Skaga, Langanesi,og norðanverðu hálendinu. Það er góð spá…. næstu vikurnarnar, eða ekki. Það skiptir ekki öllu máli, því næturnar eru bjartar, og það er svolítið happdrætti hvort himininn verði rauður eða bara blár. Hér koma nokkrar myndir, af augnablikum sem seint gleymast. En núna, er tíminn að leggja af stað…






Ísland 13/06/2024 : A7R III, RX1R II, GX617, A7R IV, CW503
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson