Hvammstangi höfuðstaður Húnaþings vestra, séður frá frá höfninni.

Nesið hans Hvítserks

Vatnsnes, er fallegt 40km / 24mi langt nes sem gengur út í miðjan Húnaflóa, milli Miðfjarðar og Húnafjarðar. Vatnsnesið er grösug sveit, og mörg af betri fjárbúum Íslands er á nesinu, auk þess er hvergi betra að sjá seli á landinu en við Seleyri ós Sigríðarstaðarvatns austast á Vatnsnesi. Byggðir hafa verið selaskoðunarstaðir á Vatnsnesi, enda mörg selalátur víðsvegar á nesinu. Hæsti tindur skagans er Þrælsfell 895m / 2936 ft. hátt, norðaustur upp af Hvammstanga, eina þéttbýliskjarnanum í Húnaþingi vestra. Frá þjóðvegi 1, eru aðeins 6 km / 4 mi á Hvammstanga, og síðan er bara að halda áfram hinn fallega en holótta veg, veg númer 711 umhverfis Vatnsnesið.

Síðustu geislar sólarinnir, lýsa upp Hvítserk, vinsælasta áningarstað ferðamanna á Vatnsnesi. Það eru 30 km/ 18 mi, frá Hringvegi 1 að Hvítserk.
Þúfur rétt sunnan við höfuðbólið Tjörn, norðvestast á nesinu
Vitin í minni Miðfjarðar á Ánastaðastapa.

Vestur-Húnavatnssýsla 24/02/2022  15:29 – 17:26 : A7R IV : FE 1.2/50mm GM
Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0