Níu í ólgusjó

Ólga / Swell er sýning níu listakvenna, sem ruddust fram á níunda áratug síðustu aldar, og er á Listasafni Reykjavíkur, Kjarvalsstöðum. Sýningin fjallar um hvernig myndlistarkonur á Íslandi, komu sáu og sigruðu. Komu með eitthvað nýtt, bæði metnað og von sem breytti listasögunni. Þær ögruðu rótgróinni arfleið, með kvennlægu óvenjulegu sjónhorni, í lok síðustu aldar. Allar eru listakonurnar fæddar um miðbik tuttugustu aldarinnar, og eru enn að, en þær eru; Brynhildur Þorgeirsdóttir (1955), Svala Sigurleifsdóttir (1950), Margrét Jónsdóttir (1953), Ásta Ólafsdóttir (1948), Rúna Þorkelsdóttir (1954), Harpa Björnsdóttir (1955), Gerla (1951), Rúrí (1951) og Erla Þórarinsdóttir (1955). Sýningarstjóri þessarar sterku sýningar, er Becky Forsythe.

Ólga /Swell á Kjarvalsstöðum
Ólga /Swell á Kjarvalsstöðum
Ólga /Swell á Kjarvalsstöðum
Ólga /Swell á Kjarvalsstöðum

Ólga /Swell á Kjarvalsstöðum
Ólga /Swell á Kjarvalsstöðum
Kjarvalsstaðir, á Klabratúni, opnað árið 1973, hluti af Listasafni Reykjavíkur

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Reykjavík 04/03/2025 : A7C R : FE 1.4/24mm GM