Reykjavík International Games fara nú fram í fimmtánda sinn frá 29. janúar til 6. febrúar. Leikarnir eru fyrst og fremst haldnir til að auka á samkeppnishæfni íslenskra íþróttamanna, og búa til einstaka íslenska íþróttahátið sem dregur bestu íþróttamenn heims hingað heim. Það er keppt í tæplega tuttugu einstaklings íþróttagreinum, og flestar fara fram í Laugardalnum, þar sem flest stærstu íþróttamannvirkin eru. Í ár eru um 2000 íslenskir íþróttamenn skráðir til keppni, og rúmlega fimm hundruð erlendir keppendur. Í dag var keppt í Borðtennis, Júdó, Karate, Klifri, Lyftingum, Sundi, Strandblaki, Keilu og Skák.
Reykjavík 29/01/2022 12:37-16:56 : A7R IV : FE1.2/50mm GM
Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson