Þetta er eitt fallegasta hús á landinu, með dýrðlegt útsýni, segir Elín Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur á Landspíalanum um Borgarnes B&B á Skúlagötu 31 í Borgarnesi og bætir við: „Um leið er þetta sérlega hlýlegt og fallegt heimili við sjávarstíðuna og það er svo yndislegt að dvelja þar að ég er búin að fara með þrjá hópa þangað frá því ég uppgötvaði þennan möguleika í apríl síðastliðnum.“
Borgarnes B&B er í eigu Ingerar Helgadóttur, sem áður stjórnaði ferðaþjónustu á Ingjaldsstöðum í Skorradal, en ákvað fyrir nokkrum árum að breyta til og kaupa hús í Borgarnesi til að reka ferðaþjónustu þar. Húsið á Skúlagötu skoðaði hún klukkan ellefu að morgni og hafði keypt það klukkan þrjú sama dag.
Gistiheimilið býður upp á níu tveggja manna rúmgóð, hrein og björt herbergi með uppábúnum rúmum, ókeypis aðgang að þráðlausu neti og tveimur sameiginlegum baðherbergjum. Það er staðsett í einnar mínútu göngufæri frá ströndinni í Englendingavík þar sem finna má nokkur af elstu húsum bæjarins. Við hliðina á húsinu er Bjössa róló, einn skemmtilegast róluvöllur landsins, smíðaður af hugsjónamanninum Birni Guðmundssyni og samanstendur af leiktækjum sem eru í góðu jafnvægi við náttúruna og sjóinn.
Borgarnes B&B er ákjósanlegt fyrir allt að 20 mnna hópa, auk þess sem hægt er að lánuð barnarúm og dýnur fyrir yngstu gestina. Inger segir fólk nota sér þetta töluvert og mikið sé um að stórfjölskyldur taki allt húsið á leigu yfir helgi eða í nokkra daga til að eiga gæðatíma saman án þess að öll vinnan lendi á einhverju einu heimili. Húsið er meira að segja hægt að leigja yfir jól og áramót og er þegar bókað yfir jólin af stórfjölskyldu sem einnig dvaldi þar yfir jólin í fyrra. Uppbúin rúm eru í öllum herbergjum og hægt er að leigja hvort heldur sem er eitt herbergi – eða allt húsið. Það er því tilvalið fyrir hópa, gerist eiginlega ekki glæsilegra fyrir einkasamkvæmi fyrir 18-20 manns.
Elín, sem hefur skipulagt helgardvöl fyrir saumaklúbbinn sinn, vinahóp eiginmannsins og haustlitaferð með vinnufélögunum á Borgarnes B&B, segir morgunverðinn frábærann og vel útilátinn. Hún segir alla sem hún hefur kynnt fyrir þessu einstaka gistiheimili ætla þangað aftur – og sjálf eigi hún oft eftir að nýta sér þjónustu Ingerar.
Hægt er að leigja húsið með morgunverði og kvöldverði og Elín segir engan svikinn af því að taka kvöldverðinn með. Það sé dásamlegt að sleppa við að elda en fá samt fyrsta flokks mat. Hún segir verðið líka ótrúlega hagstætt. Fyrir þá sem vilja elda sjálfir er vel búið eldhús í húsinu.
Um matinn sér útlærður kokkur og ekki er borðbúnaðurinn af verri endanum; ekta kristalsglös og pólskt postulín – enda segir Elín að þetta sé eins og að búa á ríkmannlegu íslensku heimili – og húsfreyjan, Inger Helgadóttir, sé yndisleg. „Þetta er sannkölluð perla við sjávarsíðuna,“ segir hún.