Rauðavatn spegilslétt

Rauðavatn í Reykjavík

Þegar ekið er út úr Reykjavík, eftir Hringvegi 1, í austur og suður, er ekið fram hjá litlu stöðuvatni Rauðavatni. Í Rauðavatn rennur vatn hvorki í eða frá vatninu, svo þetta littla og grunna vatn sem er einungis 0,32 km2 stórt, sveiflast mjög í dýpt og stærð eftir úrkomu. Nú er Rauðavatn óvenju vatnsmikið, tré sem jafnan standa á árbakkanum eru nú umflotin vatni, eftir vorleysingarnar. Rauði liturinn á vatninu stafar af vatnaplöntunni síkjarna (Myriophyllum alterniflorum), en stöngull plöntunnar sem er undir yfirborðinu er rauður, svo og blómin sem liggja á yfirborðinu. Við og kringum Rauðavatn eru góðir göngustígar sem liggja í gegnum trjárækt sem er orðin meira en hundrað ára gömul.

Þessi hundur skemmti sér að sækja sér sprek í Rauðavatn
Óvenju mikið vatn er í Rauðavatni núna, gróður sem stendur við venjulega á bakkanum er kominn í kaf.

Reykjavík 27/04/2021 10:12 – 12:34 : A7R III – A7C : FE 1.8/20mm G – FE 2.5/40mm G
Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0