Laxá í Aðaldal, er ekki bara ein vatnsmesta lindá landsins, heldur en sú fallegasta og jafnframt ein besta (og dýrasta) lax- og urriðaveiðiá landsins. Upptök Laxár er í Mývatni og rennur hún niður í Laxárdal og síðan í Aðaldal og til sjávar í Skjálfandaflóa, rétt sunnan við Húsavík. Áin er laxgeng inn að Laxárdalsvirkjun við Laxárgljúfur, en ofar veiðist fallegur urriði alveg upp í Mývatnssveit. Náttúrufegurð er einstök á leið hennar til sjávar þar sem hún streymir á hraunbotni og tekur ótal beygjur á leið sinni norður í Íshafið. Við eða nálægt Laxá eru tvær torfbæir, einstaklega fallegir, sem tilheyra Þjóðminjasafni Íslands, Grenjaðarstaður í Aðaldal og Þverá í Laxárdal. Lög um verndun Laxár í Aðaldal, og Mývatns, tóku gildi fyrir 20 árum, árið 2004. Það tekur klukkutíma að keyra frá Akureyri og aust norð austur í Laxá. Fimm tímum meira frá Reykjavík.
Laxá 05/12/2024 : A7R IV, RX1R II – FE 1.8/14mm GM, 2.0/35mm Z, FE 1.2/50mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson