Þúsundir leggja leið sína daglega að að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Fallegt gos, sem hægt er að komast mjög nálægt, upplifa náttúruna og þann ofurkraft sem býr í iðrum jarðar í miklu návígi, eftir 7 km göngu upp Fagradalsfjall. En Reykjanes, hefur svo miklu meira upp á að bjóða, en langa og stranga gönguferð að gosinu í Meradal. Náttúran við Kleifarvatn og hitinn við Seltún, Krýsuvíkurbjarg og Grindavík, fallegur sjávarútvegsbær rétt sunnan við Bláa lónið. Sandgerði og Garður með Garðskagavita. Reykjanesviti syðst og vestast á nesinu með öllum jarðhitanum í kring. Og auðvitað Njarðvík og Keflavík, sem mynda Reykjanesbæ, fjórða fjölmennasta sveitarfélag á landinu. Þangað koma líka flestir ferðamenn sem heimsækja Ísland, því þar er Keflavíkurflugvöllur, alþjóðaflugvöllurinn sem tengir Ísland við umheiminn.
Reykjanes 11/08/2022 : A7R IV, A7R III, RX1R II : FE 1.2/50mm GM, FE 1.8/135 GM, 2.0/35 Z
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson