Merki Kristjáns IX á Alþingishúsinu

Sá níundi

Kristján IX (1818-1906) Danakonungur stendur fyrir framan stjórnarráðið með stjórnarskrá Íslands í hendi, beint fyrir utan glugga forsætisráðherra. Merki hans og kóróna skreyta enn Alþingishúsið, 28,351 degi eftir að við urðum sjálfstæð þjóð, þann 17 júní 1944.  Megin rökin fyrir því styttan af Kristjáni IX sé fyrir framan stjórnarráðið er að hann hafi gefið Íslendingum stjórnarskrá, þegar hann kom hingað árið 1874, að fagna þúsund ára búsetu á Íslandi. Það er ekki satt, styttan er því sögufölsun. Stjórnarskráin kom ekki hingað heim fyrr en árið 1904. Kristján IX sýndi Íslandi og íslendingum engan áhuga alla tíð sem konungur. Því er dálítið einkennilegt að við skyldum hafa reist honum styttu fyrir framan stjórnarráðið. Nú liggur fyrir Alþingi, tillaga Píratans Björns Leví Gunnarssonar, sem hljómar svona; Alþingi ályktar að fela forseta Alþingis að fjarlægja kórónu og merki Kristjáns IX af burst á þaki Alþingishússins og setja þess í stað viðeigandi merkingar íslenskrar þjóðar og þings.  Merki Kristjáns IX hefði að sjálfsögðu átt að vera löngu búið að fjarlægja. Tillagan útskýrir sig að öðru leyti sjálf þar sem Alþingi Íslendinga starfar ekki í umboði danskrar krúnu.

Kristján IX konungur Danmerkur frá 1863 til dauðadags árið 1906

Reykjavík 30/01/2022  11:16 / 11:48 –  A7R III : FE 1.4/85mm GM
Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0