Það er alltaf fallegt á Þingvöllum, jafnvel í kuldanum og rigningunni í morgun.

Sagan og friðlandið

Þjóðgarðurinn á Þingvöllum, fyrsti þjóðgarður Íslands, var stofnaður með lögum á Alþingishátíðarárinu, 1930. Í lögunum segir að Þingvellir og Öxará skuli vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga, og hið friðlýsta land skuli um aldur og ævi vera eign íslensku þjóðarinnar. Land sem megi aldrei veðsetja eða selja.  Þá eins og nú með verðandi Hálendisþjóðgarð, voru hávær mótmæli um að friða landið á Þingvöllum. Hugmyndir um stofnun þjóðgarða kom hingað til Evrópu vestan frá Bandaríkjunum, en stór óbyggð svæði voru þar tekin frá og friðuð fyrir komandi kynslóðir. Það heimsækja á aðra milljón ferðamanna Þingvelli á ári hverju, enda náttúru og söguperla sem á sér fáar hliðstæður í heiminum.  Þingvellir voru samþykktir á heimsminjaskrá UNESCO árið 2004, fyrstir íslenskra staða eða menningarminja. Þingvellir eru aðeins í um klukkutíma akstursfjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu.

Þingvellir 11/01/2022  10:18 –  A7R IV : FE 1.8/14mm GM
Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson

Author

  • Editorial

    Icelandic Times Magazine - the only magazine in Iceland published in English, German, French and now Chinese. Icelandic Times Magazine's sister publication Land og Saga is published in Icelandic.

    View all posts
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0