Seltjarnarneskirkja vígð árið 1989, fyrir framan kirkjuna er höggmyndin Trúarbrögð (1958) eftir Ásmund Sveinsson. Til hægri glittir í Mýrarhúsarskóla. Til vinstri glittir í Esjuna.

Seltjörn og Nes

Nesið frá Elliðaá og vestur á Gróttu heitir Seltjarnarnes. Á nesinu liggur höfuðborgin Reykjavík, nema allra vestast er 2 km² stórt sveitarfélag, það minnsta á landinu, Seltjarnarnesbær með rétt tæplega 5000 íbúa. Þegar ákveðið var 1786, að stofna kaupstað, Reykjavík sem skyldi verða höfuðstaður Íslands, var meginhluti Seltjarnarnes færð undir Reykjavík., sem og eyjarnar Akurey, Engey og Viðey, norðan við nesið í Kollafirði. Eitt elsta hús landsins, Nestofa er vestast á Seltjarnarnesi. Húsið var byggt á árunum 1761 til 1767, fyrir Bjarna Pálsson fyrsta landlækni á Íslandi, en hann bjó á Nesi við Seltjörn frá 1763 til dauðadags 1779. Nesstofa er friðuð og hefur verið færð í upprunalega mynd af Húsafriðunarnefnd og Þjóðminjasafni Íslands undir stjórn Þorsteins Gunnarssonar arkitekts. Einn elsti skóli landsins, Mýrarhúsaskóli var stofnaður þarna vestast á nesinu árið 1875 og starfar enn. Íþróttafélagið Grótta er með öflugt íþróttastarf á Seltjarnarnesi, en þarna er líka ein af betri og vinsælli sundlaugum landsins Seltjarnarneslaug.

 

Minnisvarði vestan við Nesstofu, um Bjarna Pálsson fyrsta landlæknin.
Útivistarsvæðið vestast á Seltjarnesi við Gróttu er eitt það mest sótta á höfuðborgarsvæðinu
Nes við Seltjörn, sem var byggt fyrir fyrsta landlækni landsins Bjarna Pálsson, úr grjóti frá Valhúsahæðinni, hæsta punkti í sveitarfélaginu.

Seltjarnarnes 09/05/2022 08:44 -10:02 : A7C : FE 2.5/40mm G

Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0