Er að fara að fljúga fljótlega í Golfstrauminn sunnan við Bermúda, alla leið frá frá Snæfellsnesinu. 

Sjö milljónir lunda í landinu

Lundinn er einn algengasti fuglinn í íslenskri náttúru. Hér verpa rúmlega 2 milljón lundapör, hringin um kringum um landið. Stærstu lundabyggðirnar eru í Breiðafirði og í Vestmannaeyjum. Íslenski stofninn er sá langstærsti á heimsvísu. Þegar lundinn fer af landi brott um miðjan ágúst er stofnstærðin um 7 milljónir fugla. Frá miðjum ágúst fram í byrjun apríl heldur lundinn sig fjarri landi, í miðju Atlantshafinu milli Nýfundnalands og Márentaníu. Lundinn er ekki stór, þyngdin er er um 500 gr og vænghafið 54 cm, en hann bætir upp stærðina með stórum og litríkum goggi. Lundinn er afar góður kafari, en hann getur kafað allt niður á 60 m  dýpi eftir sílum og loðnu sem eru hans uppáhalds fæða. 

Snæfellsnes  06/08/2021  15:22 200-600mm
Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson

Author

  • Editorial

    Icelandic Times Magazine - the only magazine in Iceland published in English, German, French and now Chinese. Icelandic Times Magazine's sister publication Land og Saga is published in Icelandic.

    View all posts
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0