Þegar við urðum sjálfstæð þjóð fyrir 80 árum, árið 1944 voru kol 70% af heildarnotkun af þeirri orku sem notað var í landinu samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Í dag eru kol rétt við núllið eða 0,01%. Í dag er jarðvarmi 70% af orkunotkun þjóðarinnar. Árið 1944 var jarðvarmi með um 15% af okkar orkunotkun. Á þessum 90 árum hefur hlutur vatnsorku aukist úr 3% í fimmtung, og olía farið úr 15% niður í tæplega tíu prósent. Þrátt fyrir aukin báta og bifreiðaflota. Um 1960 var olíunotkun um 65 % af orkunotkun í landinu, þegar hún náði hæstu hæðum. Í dag með jarðvarma og vatnsafli er um 90% af þeirri orku sem við notum, innlend græn orka. Beisluð úr jörðinni, eða með vatnsaflsvirkjunum.




Ísland 23/02/2024 : RX1RII, A7RIII : 2.0/35mm Z, FE 2.8/90mm G, FE 1.4750mm Z
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson