SKILMÁLAR

Nordic Times Media – Skilmálar prentáskrifta (Land & Saga; Icelandic Times á ensku, frönsku, þýsku og kínversku).

*Þessir skilmálar gilda um sölu á vöru og þjónustu Nordic Times Media ehf. til neytenda.

*Skilmálarnir, sem teljast vera staðfestir frá og með staðfestingu á kaupum, er grunnurinn að viðskiptunum.

*Um neytendakaup sem þessi er fjallað um í lögum um neytendakaup, lögum um samningsgerð, lögum um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu, lögræðislög og lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

*Seljandi samkvæmt skilmálum er Nordic Times Media ehf., kennitala: 700493-2889, virðisaukaskattsnúmer 103750. Nordic Times Media ehf. er skráð í Firmaskrá Íslands.

*Kaupandi samkvæmt skilmálum er sá aðili sem er skráður kaupandi á reikning.

*Stofnun prentáskriftar miðast við afhendingu nýjasta tölublaðs. Áskriftin er til eins árs í senn.

*Sendingarkostnaður ræðst af þyngd vörunnar.

*Við kaup áskriftarleiðar er valin áskriftarleið gjaldfærð með einni færslu á greiðslukort.

*Í samræmi við reglur um rafræn kaup getur kaupandi hætt við kaup sín innan 14 daga, að því tilskildu að vörunni sé skilað í upprunalegum umbúðum og í því ástandi sem hún kom til kaupanda. Greiðslukvittun fyrir vörukaupum þarf að fylgja með ef um vöruskil er að ræða. Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu að ofangreindum skilyrðum uppfylltum.

*Endursending vöru er á ábyrgð og kostnað kaupanda nema ef um sé að ræða ranga eða gallaða vöru.

*Öll verð í netverslun eru með VSK og reikningar eru gefnir út með VSK.

*Verð áskriftarleiða geta breyst án fyrirvara, en verð eru ekki afturvirk á virkum áskriftarleiðum.

*Kynningaráskrift skal ávallt vera staðfest með upplýsingum um áskrifandann ásamt kortanúmeri. Segja þarf upp kynningaráskrift fyrir uppgefin tímamörk, áður en skuldfært er af greiðslukorti.

Trúnaður og upplýsingaöryggi

Seljandi heitir kaupanda fullum og skilyrðislausum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin við Nordic Times Media. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum. Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um húsgöngu- og fjarsölu nr. 96/1992, ákvæði laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 eftir því sem við getur átt og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003. Allir frestir sem nefndir eru í lögum nr. 96/1992 teljast hafnir þegar móttaka vöru á sér stað. Nordic Times Media áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, til að mynda vegna rangra verðupplýsinga, og ennfremur áskilur félagið sér þann rétt að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir án fyrirvara.

Úrlausn vafamála

Nordic Times Media mun ávallt kappkosta eftir fremsta megni að leysa öll mál sem upp kunna að koma á sem einfaldastan hátt. Reynist það ekki mögulegt er hægt að bera málið undir Kærunefnd þjónustu og lausafjárskaupa sem hýst er af Neytendastofu. Sem síðasta úrræði er hægt að fara með málið fyrir dómstóla. Það skal gera í íslenskri lögsögu og í lögsagnarumdæmi Nordic Times Media.

 

 

 

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0