Bíldudalur - Arnarfjörður

Auðvitað Vestfirðir

Auðvitað Vestfirðir

Í könnun Ferðamálaráðs 2021, kom fram að átta af hverjum tíu ferðamönnum sem heimsóttu landið, voru að koma til landsins í fyrsta sinn. Það var náttúran sem dró 95% ferðalangana hingað til Íslands, og 90% komu hingað í frí. Tveir þriðju ferðamannana leigðu sér bílaleigubíl við komuna. Til höfuðborgarinnar komu 95% ferðamanna, 85% heimsóttu Suðurland, 75% Reykjanes, 60% Vesturland, tæplega 50% norðurland, og 40% heimsóttu Austurland. Þá eru Vestfirðir eftir, eða mætti frekar segja útundan. Því einungis 18% ferðamanna heimsóttu landshlutan. Sem er samt einn sá fallegasti á öllu landinu. Þarna eru fallegir firðir, fossar, lítil sjávarþorp og stærstu fuglabjörg landsins. Þarna er líka stærsta friðlandið, Hornstrandir, og fallegasta ströndin, Rauðisandur. Hér koma nokkrar svipmyndir frá svipsterkum Vestfjörðum.

Hornvík í Friðlandinu á Hornströndum
Fossinn Dynjandi í Arnarfirði
Bíldudalur í Arnarfirði
Hrafnseyri við Arnarfjörð, safn og fæðingarstaður Jóns Sigurðssonar Forseta sem fæddist árið 1811
Trilla í Skötufirði í Ísafjarðardjúpi
Rauðisandur á Barðaströnd, í fjarska má sjá eitt stærsta fuglabjarg á norðurhveli jarðar, Látrabjarg

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Vestfirðir 30/05/2023 : A7RIII, A7R IV, RX1R II : FE 1.2/50mm, 2.0/35mmz, FE 2.8/100mm GM, FE 1.8/20mm G, FE 1.4/24mm GM