Sólstafir frá Fiskidalsfjalli yfir Hraunsvík, austan Grindavíkur.

Sólarglæta

Það er ótrúlegt hve daginn lengir hratt á þessum árstíma. Þrjár vikur síðan voru vetrarsólhvörf, og birtan er komin aftur, dagsbirtan er klukkutíma lengur en þann 21 desember. Sólarupprás í Reykjavík í dag var klukkan 11:09 og sólsetur klukkan 15:59. Hádegi er ekki á hádegi í Reykjavík, sólin er hæst klukkan hálf tvö, og fjórum mínútum betur ef maður ætlar sér að vera nákvæmur. Klukkan er semsagt bandvitlaus á Íslandi, sem er alltaf á GMT tíma, vetur sem sumar.

Horft yfir Faxaflóa frá Seltjarnarnesi, sólin kyssir Skarðsheiðina, milli Akrafjalls og Esjunnar.

Seltjarnarnes / Grindavík 08/01/2022  12:16 & 14:04 –  A7R III & A7R IV : FE 1.2/50mm GM & FE 2.8/100mm GM
Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0