Byggingar nýjar og gamlar og í byggingu í Hafnarfirði, þriðja fjölmennasta bæ landsins.

Sterk hús á Íslandi

Sterk hús á Íslandi

Byggingar nýjar og gamlar og í byggingu í Hafnarfirði, þriðja fjölmennasta bæ landsins.

Jörð hefur skolfið undanfarna daga á Reykjanesi, mörg þúsund skjálftar á sólarhring, undanfari eldgoss, sem hófst nú í dag, miðvikudaginn 3 ágúst klukkan 13:30 í Fagradalsfjalli. Gosið kom upp á svipuðum slóðum og gosið sem hófst þann 19 mars í fyrra. Ísland er auðvitað eldfjallaland, þar sem stórir skjálftar eru tíðir. Á síðustu 100 árum hafa verið 16 mjög stórir skjálftar á Íslandi, skjálftar sem eru stærri en 5. Stærstir við Dalvík (6.8) 1934, í mynni Skagafjarðar (7.0) 1963, Brennisteinsfjöll á Reykjanesi (6.0), Öxarfirði (6,3) 1976, Tveir skjálftar á Suðurlandi (báðir upp á 6,6) árið 2000, Við Grímsey (5,8) 2020, Við Keili (5,7) 2021, undanfari gossins í Fagradalsfjalli í fyrra, og síðan 5,5 nú um daginn við Grindavík, fyrirboði á gosinu sem hófst í dag. Byggingar á Íslandi eru sterkbyggðar, þær þola stóra skjálfta, Icelandic Times / Land & Saga skrapp í Hafnarfjörð og myndaði hús og byggingar, enda er stór hluti af bænum byggður á hrauni, og þarna er líka stutt í gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli. Hús á höfuðborgarsvæðinu eru hönnuð til að þola jarðskjálfta vel yfir 6, og enn strangari kröfur eru gerðar á húsum á suðurlandi og frá Húsavík og norður og austur á Kópasker, en á þessum svæðum er mest hætta á mjög stórum skjálftum.

Byggingar nýjar og gamlar og í byggingu í Hafnarfirði, þriðja fjölmennasta bæ landsins.
Byggingar nýjar og gamlar og í byggingu í Hafnarfirði, þriðja fjölmennasta bæ landsins.
Byggingar nýjar og gamlar og í byggingu í Hafnarfirði, þriðja fjölmennasta bæ landsins.
Byggingar nýjar og gamlar og í byggingu í Hafnarfirði, þriðja fjölmennasta bæ landsins.

Hafnarfjörður 03/08/2022 : A7R IV: FE 1.2/50mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

 

Author

  • Editorial

    Icelandic Times Magazine - the only magazine in Iceland published in English, German, French and now Chinese. Icelandic Times Magazine's sister publication Land og Saga is published in Icelandic.

    View all posts
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0