Sundlaugin á Hofsósi

Hofsós í Skagafirði

Sundlaugin á Hofsósi í Skagafirði opnaði árið 2010, og er marg verðlaunað mannvirki sem var hannað af Basalt arkitektum undir umsjón Sigríðar Sigþórsdóttur. Það er ekki amalegt eins og góða veðrinu í gærkvöldi að liggja á laugarbarminum og horfa yfir Skagafjörðin í átt að Drangey. Þótt Hofsós sé ekki fjölmennur bær, þar búa 158 manns, má segja að hver einasti bær á Íslandi hafi sína sundlaug. Það eru rúmlega 100 sundlaugar á landinu, flestar á höfuðborgarsvæðinu, eða 18 stykki. En fyrsta steypta laugin var einmitt byggð í Laugardal við Reykjavík árið 1908. Þar er nú stærsta laug landsins Laugardalslaugin. Nýjasta sundlaug landsins er einmitt á höfuðborgarsvæðinu, en upplifunnar baðstaðurinn Sky lagoon, opnaði vestast á Kársnesi í Kópavogi nú í maí. 

Hofsós 18/07/2021  20:21 35mm

Ljósmynd og texti Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0