Ingólfsfjörður

Svipmyndir frá Ströndum

Strandasýsla, sem liggur á frá Hrútafirði, og norður með Húnaflóa, á austanverðum Vestfjarðakjálkanum, er eitt vanmetnasta landssvæði landsins. Frá Hringvegi 1, í botni Hrútafjarðar er hægt að keyra um 250 km / 150 mi, norður í Ófeigsfjörð, í Árneshreppi, fámennasta sveitarfélag landsins. Þar búa um fimmtíu manns, í allri sýslunnu, rétt um þúsund, eða 0.25% íbúa Íslands. En Strandasýsla er bæði falleg og friðsæl, þar sem búfjárrækt og sjávarútvegur heldur lífi í þessu fámenna samfélagi. Hér koma myndir frá þessu svæði, sem vert er að gefa gaum, heimsækja nú strax í sumar.
Ein fallegasta sundlaug landsins á Krossnesi í Árneshreppi
Suðurlandið strandað í Djúpuvík
Rekaviður í Trékyllisvík
Regnbogi á Reiðgötuhrygg í Hrútafirði
Heyrúllur á Kjörvogi við Reykjarfjörð, fjallið Kambur í bakgrunni
Trilla við sunnanverðan Steingrímsfjörð
Strandasýsla 01/02/2025 :  RX1R II, A7R IV – FE 1.4/24mm GM, FE 1.2/50mm GM, 1.8/135mm GM, 2.0/35mm Z – Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson 
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0