The Game of Thrones

Íslensk náttúra var í lykilhlutverki í sjónvarpsþáttaröðinni vinsælu, The Game of Thrones,þeirri dýrustu sem framleidd hefur verið. Sýningar hófust á árinu 2011. Ísland nýtur sín þar vel, bæði að sumri og vetri.
Atriði í sögunni voru tekin upp víðs vegar á Íslandi. Allir tökustaðir verðskulda heimsókn  og sumir þeirra eru meðal helstu náttúruperla landsins. Auðvitað er aðskilin upplifun annars vegar að horfa á The Game of Thrones og hins vegar að ferðast um Ísland en þá fyrst verður kynngikraftur í þáttaröðinni þegar menn hafa áður farið á og kynnst tökustöðum hennar á Íslandi!
Íslensk náttúra er draumaviðfangsefni ljósmyndara. Það get ég fullyrt eftir að hafa farið um landið þvert og endilangt í áratugi og kannað það gegnum myndavélarlinsur á öllum árstímum
og á öllum tímum sólarhrings. Samt mun ég seint segjast þekkja Ísland til fulls því það kemur mér alltaf á óvart: litirnir, ljósið, skýjafarið, gróðurinn, snjóalögin og umhverfið yfirleitt.
Skógafoss er einn tignarlegasti og þekktasti foss landsins, nálægt hringveginum við suðurströndina. Þarna var tekið upp atriði 8. þáttaröð The Game of Thrones: Fyrir ofan fossinn flugu Jon Snow og Dænerys á drekanum.
Ljósmynd og texti, Steinipip
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0